*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Erlent 9. júlí 2020 14:10

Bílar Tesla sjálfvirkir í enda árs

Elon Musk segir að Tesla muni gera bíla sína fullkomlega sjálfvirka á þessu ári, erfitt væri þó fyrir Tesla að fá leyfi fyrir slíkum bíl.

Ritstjórn
Tesla Model 3.
Aðsend mynd

Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, segir að bílar félagsins muni vera fullkomlega sjálfvirkir í enda árs. Bílar félagsins eru nú á stigi tvö af fimm og þurfa að vera á varðbergi með hendur á stýri sem ætti ekki að þurfa en uppfærslan krefst ekki nýs vélbúnaðar.

„Ég er fullviss um að stigi fimm, fullkomin sjálfvirknivæðing, muni gerast og að það gerist mjög hratt,“ er haft eftir Musk. BBC greinir frá. „Það eru engin grundvallar áskoranir eftir, einungis smávægileg vandamál.“

Haft er eftir greiningaraðila að staðhæfingar eins og þessar séu dæmigerðar djarfar fullyrðingar frá Musk. Bætir hann við að þó svo Tesla takist að framleiða slíkan bíl sé mjög ólíklegt að bílarnir yrðu leyfðir.

Stikkorð: Tesla Elon Musk