Bandarísku bílarisarnir þrír Ford, General Motors og Chrysler, veðja allir á að framleiðsla og sala á smábílum að evrópskri fyrirmynd muni koma fjárhag þeirra í lag. Fyrsti bíllinn af þessu tagi er Ford Fiesta sem kemur á Bandaríkjamarkað síðar á árinu. Greint er frá þessu í The Detroit News.