Bandaríski bílarisinn Ford tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að selja fyrirtækið Plymouth Township, sem framleiðir varahluti  í bíla til félags í eigu franska fyrirtækisins Valeo og V. Johnson Enterprises, félags fjárfestisins Vinnie Johnson, sem gerði það gott með körfuboltaliðinu Detroit Pistons á níunda áratug síðustu aldar.

Reuters-fréttastofan segir sölu Ford markar nýjan kafla í sögu fyrirtækisins. Þetta er nefnilega síðasta varahlutafyrirtækið í eigu Ford sem bílaframleiðandinn selur frá sér.

Varahlutafyrirtækið, sem er í Michigan í Bandaríkjunum, heyrði undir eignarhaldsfélagið Automotive Components Holdsins, sem Ford setti á laggirnar árið 2005 og hélt utan um verksmiðjur sem framleiddi íhluti í bíla. Markmiðið var frá upphafi að selja eða loka starfseminni.

Reuters-fréttastofan hermir að salan sé jafnframt liður í að bæta stöðu Ford, sem hafi horft upp á minni eftirspurn en áður eftir bílum sem keyri undir merkjum fyrirtækisins. Samdrátturinn er ekki síst á meginlandi Evrópu.