Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju sem er með umboð fyrir Kia og Mercedes-Benz, segir mikla endurnýjunarþörf hafa myndast á bílamarkaðnum og mikilvægt að það takist að losa þá stíflu sem óvissan um myntkörfulánin hefur skapað. Hann segist þó vona að það verði engin sprenging í sölu þegar  hnútarnir leysist. Betra sé fyrir efnahagslífið í heild að salan fari hægt og sígandi af stað.

"Það er komið að stjórnvöldum, dómsstólum og bönkum að klára þau mál sem lúta að lánamálum almennt. Þar verður að ná niðurstöðu sem allir geta sætt sig við."

„Ég held að þegar markaðurinn fer aftur af stað þá munum við sjá örðuvísi mynstur en var fyrir hrun. Við munum ekki selja mikið af stórum og eyðslufrekum jeppum, heldur hagkvæmari, minni og sparneytnari bíla. Fyrirtæki sem nú eru að panta bíla taka ekki jafn dýrar og flottar útfærslur og þau gerðu fyrir tveim til þrem árum. Þau velja nú  bíla sem uppfylla nauðsynlegar þarfir. Þá sleppa menn dýru og fínu felgunum og taka færri „spoilera" en áður."

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.