Bílasala dróst saman um 92% í fyrri hluta febrúarmánaðar frá sama tímabili í fyrra í kjölfar þess að bílasölur í landinu hafa verið lokaðar vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Þá dróst bílasala saman um 96% í fyrstu viku mánaðarins þar sem einungis 811 bílar seldust á dag.

Kína er stærsti bílamarkaður heims en á síðasta ári seldist 21 milljón bíla í landinu eða um 57.000 að meðaltali á dag. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um á dögunum gera samtök bílaframleiðenda í landinu ráð fyrir að bílasala dragist saman um 25-30% á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Ljóst er að kórónaveiran hefur mikil áhrif á bílasölu í landinu sem dróst samt sem áður saman um 8,2% á síðasta ári og um 3% milli áranna 2018 og 2019 meðal annars vegna óvissu í efnahagsmálum