Sala hjá stærstu bílaframleiðendum Bandaríkjanna dróst töluvert saman í júlí síðastliðnum saman borið við saman mánuð í fyrra. Sala dróst saman um 15% hjá General Motors, 10% hjá Fiat Chrysler og 7,5% hjá Ford. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Eftir samfelldan vöxt síðustu ára í bílasölu í Bandaríkjunum var júlí, fimmti mánuðurinn í röð þar sem sala dregst saman. Kemur samdrátturinn í kjölfarið á litlum vexti í kaupmætti launa og einkaneyslu.

Eftir að tölurnar komu út í gær lækkaði gengi hlutabréfa General Motors um 3,39% og Ford um 2,41%