Sala á nýjum bílum jókst um 1,8% á milli ára á meginlandi Evrópu í apríl og hefur bílasala þar ekki verið betri í eitt og hálft ár. Eftirspurn eftir bílum var mest í Bretlandi, þar jókst hún um 15%, auk þess sem páskar voru í mars í ár en ekki í apríl. Þá sem af er ári hafa nýskráningar bíla dregist saman um 7% á milli ára og hefur eftirspurnin eftir nýjum bílum þar ekki verið minni í 17 ár.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir rétt rúmlega eina milljón bíla hafa verið nýskráða í mánuðinum. Þar er því bætt við að hefði bílasala ekki verið svona góð í Bretlandi þá hefði meðaltalið lækkað og bílasala í heildina dregist áfram saman. BBC segir jafnframt að þótt tölurnar séu með því betra sem sést hafi í langan tíma þá er þetta þriðji versti aprílmánuður síðan mælingar hófust.