Sala á bílum dróst saman um 26,7% á milli ára á Ítalíu í mars. Ekkert annað Evrópuland flaggar viðlíka hruni í bílasölu. Samdrátturinn nemur 23,2% í Frakklandi. Til samanburðar fækkaði nýskráningum bíla um 7% á evrusvæðinu í sama mánuði. Þær hafa ekki verið færri síðan árið 1998, samkvæmt samantekt sem Félags bílaframleiðenda í Evrópu og breska útvarpið, BBC, gerir að umfjöllunarefni.

BBC bendir á að bílasala hafi í gegnum tíðina verið með besta móti innan aðildarríkja Evrópusambandsins í mars. Bílasala hefur dregist viðstöðulítið innan ESB síðastliðið hálft ár og með minnsta móti.

Á sama tíma og bílasalar á Ítalíu og í Frakklandi eru vafalítið með tárin í augun yfir þróun mála þá gegnir öðru máli um kollega þeirra í Þýskalandi og Bretlandi. Bílasala jókst nefnilega um 3,4% á milli ára í mars í Þýskalandi en um 1,8% í Bretlandi.