Bílasala á fyrstu þremur mánuðum ársins var 57% meiri í ár en á sama tímabili í fyrra, að því er kemur fram í tilkynningu frá BL. Þar segir að bílaumboðið sé nú með 28,5% markaðshlutdeild í nýskráningum fólks- og sendibíla og sé með mesta hlutdeild íslenskra bílaumboða.

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru nýskráningar fólks- og sendibíla 4.017 talsins, en voru 2.558 á sama tímabili í fyrra. Í marsmánuði einum voru nýskráningar 896 talsins í ár, en voru 595 talsins í mars árið 2015.

Nýskráningum bílaleigubíla fjölgaði einnig mikið á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Voru þeir 797 talsins á fyrstu þremur mánuðum ársins 2015, en voru 1.487 á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Nemur auknining 87% á milli ára.