Sala á nýjum bílum tók hressilega við sér í janúar hjá tveimur af stærstu bílaframleiðendum Bandaríkjanna í mánuðinum. Bílarisinn Ford seldi 166.500 bíla í mánuðinum. Það er 22% aukning á milli ára og hefur annar eins vöxtur ekki sést í sögu fyrirtækisins síðan árið 2006. Sala á fólksbílum jókst verulega eða um 34%. Á sama tíma jókst bílasala hjá Chrysler um 16% á milli ára og er þetta besti mánuður fyrirtækisins í bílasölu í heil fimm ár.

Fram kemur í frétt AP-fréttastofunnar um málið að stjórnendur Chrysler búist við því að bílasala muni halda áfram að batna á árinu.