Bílasala í Bandaríkjunum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri og hefur hagur bandarískra bílaframleiðenda vænkast mjög vegna þess.

Ef salan ágúst er færð yfir á ársgrundvöll, er salan 16,09 milljónir bíla. Salan í desember 2007 var um 16 milljónir bíla.

Helsta skýringin á aukinni sölu er lágir vextir á bílalánum. Að auki hefur atvinnuleysi minnkað að undanförnu.

Mörg merki horfin

Sá mikli samdráttur sem átti sér stað í bílasölu vestanhags olli því að mörg bílamerki hurfu af sjónarsviðinu. Má þar nefna Pontiac, Saturn, Hummer og Mercury.