Heildarsala á nýjum fólksbílum, sendibílum og bílaleigubílum í janúar og febrúar var rúmum 27 prósentum meiri en á sama tímabili 2014, samkvæmt tölum sem BL vann upp úr skráningargögnum Samgöngustofu.

Sala bílaleigubíla virðist haldast nokkuð vel í hendur við aukningu markaðarinns og má leiða að því líkum að bílaleigurnar njóti mjög vaxandi fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina.

Einstaklingar og fyrirtæki önnur en bílaleigur keyptu 506 bíla í febrúar, sem er um 28% aukning milli ára. Þá keyptu bílaleigur alls 202 bíla. Frá byrjun janúar hafa alls 1.467 bifreiðar selst, en á sama tímabili í fyrra voru þær 1.155.