Þann 22. júní næstkomandi opnar framúrstefnulegt bílastæðahús í Árósum í Danmörku. Um er að ræða stærsta alsjálfvirka bílastæðahús í Evrópu. Bílastæðahúsið er staðsett í nýrri byggingu sem hýsir meðal annars borgarbókasafn og ýmsa stjórnsýslu.

Miðað við myndband verktakans RealdaniaByg þurfa notendur kjallarans ekki að leggja það á sig að finna laust stæði. Ekið er inn í eins konar lyftu sem síðan kemur bílnum fyrir einhvers staðar í iðrum hússins. Sjón er sögu ríkari.