Bíliasýningin í Shanghai hófst á laugardag. Bílaframleiðendur um allan heim leggja hafa lagt mun meiri áherslu á að kynna nýja bíla á sýningunni, sem haldin hefur verið frá árinu 1985.

Ástæðan er einföld. Bílasala í Kína hefur margfaldast á síðustu árum. Í fyrra seldust 19,3 milljónir ökutækja í alþýðulýðveldinu, salan var um 8 milljónir árið 2007 en aðeins rúmar 2 milljónir árið 2001.

Hefur söluaukningin í Kína bjargað söluhruni í Evrópu allt frá árinu 2007. Þrátt fyrir að salan í Bandaríkjunum sé að ná methæðum er ólíklegt að mikill vöxtur verði næstu misserin.

VB bílar munu kynna helstu bílana sem eru sýndir í Kína á næstu dögum.