Bill Gates, stofnandi bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, hefur endurheimt titilinn ríkasti maður heims, samkvæmt útreikningum Bloomberg-fréttaveitunnar , sem heldur úti auðmannalistanum Bloomberg Billionaires Index .

Mexískóski auðjöfurinn Carlos Slim hefur vermt toppsætið síðan árið 2008. Samkvæmt útreikningum Bloomberg á Gates 72,2 milljörðum dala, jafnvirði næstum níu þúsund milljarða íslenskra króna. Það er 16% aukning á milli ára.

Bloomberg segir í hins vegar í dag að eignasafn Slim hafi skroppið saman síðan í fyrra. Mestu munar um 14% gengislækkun hlutabréfa í fjarskiptafyrirtækinu America Movil SAB en við það minnkuðu eignir hans um 3 milljarða dala.