*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 18. nóvember 2021 14:40

Bill Gates byggir háþróuð kjarnorkuver

TerraPower byggir háþróuð kjarnorkuver sem nota fljótandi natríum sem kælivökva.

Ritstjórn
TerraPower hefur valið bæinn Kemmerer í Wyoming sem staðsetningu fyrir fyrsta háþróaða kjarnorkuverið sitt.
Haraldur Guðjónsson

TerraPower er kjarnorkuverkefni sem Bill Gates hefur fjármagnað. Fyrirtækið byggir háþróuð kjarnorkuver sem nota fljótandi natríum sem kælivökva. Sú aðferð er talin hagkvæmari, öruggari og árangursríkari en að nota vatn.

TerraPower hefur valið bæinn Kemmerer í Wyoming sem staðsetningu fyrir sýningarverkefnið sitt. Forstjóri fyrirtækisins, Chris Levesque, segir að kjarnorkuverið í Kemmerer muni kosta fjórum sinnum meira en það sem kjarnorkuver fyrirtækisins komi til með að kosta í framtíðinni, en fyrirtækið stefnir að því að kostnaðurinn við kjarnorkuverin verði um milljarður dollara.

Kjarnorkuverið í Kemmerer mun geta framleitt frá 345 upp í 500 megavött af afli, sem er næg orka til að knýja um 400.000 heimili, sagði TerraPower í tilkynningunni.

Fram kemur í frétt Business Insider að Gates muni setja 2 milljarða dollara í verkefnið en bandarísk stjórnvöld munu setja 1,9 milljarða dollara. Innifalið í þessari fjárveitingu frá bandarískum stjórnvöldum er 1,5 milljarður dollara sem var hluti af innviðafjárveitingunni sem Joe Biden bandaríkjaforseti undirritaði í vikunni.