Bill Gates er ríkasti maðurinn í Bandaríkjunum og jafnframt ríkasti maðurinn í heiminum. Eignir hans nema 48 milljörðum bandaríkjadollara og hefur enginn komist nálægt honum að ríkidæmi á síðustu árum. Sá sem kemur í öðru sæti er fjárfestirinn Warren Buffet með eignir upp á 41 milljarð dollara. Í þriðja sæti yfir ríkustu menn í Bandaríkjunum er síðan félagi Gates hjá Microsoft, Paul Allen, með eignir upp á 21 milljarð dollara. Forbes hefur um árabil haldið lista yfir efnuðasta fólks heimsins en það er yfirleitt annaðhvort frá Bandaríkjunum eða búsett þar.

Í næst fimm sætunum koma Walton systkynin en þau eru erfingjar Wal-Mart veldisins sem heldur enn áfram að stækka.