*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 19. maí 2016 07:56

Bill Gates fjárfestir á Íslandi

Bill Gates mun fjár­festa í nýju fimm stjörnu hót­eli sem senn rís við hlið tón­list­ar- og ráðstefnu­húss­ins Hörpu.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bill Gates, stofn­andi tölvuris­ans Microsoft, mun fjár­festa í nýju fimm stjörnu hót­eli sem senn rís við hlið tón­list­ar- og ráðstefnu­húss­ins Hörpu, ef marka má frétt í Morgunblaðinu í dag. 

Í blaðinu segir að áreiðanlegar heimildir hermi að fjár­mögn­un verk­efn­is­ins sé langt á veg kom­in, en bæði ís­lensk­ir og er­lend­ir aðilar koma að henni.

Har­ald­ur Flosi Tryggva­son, lögmaður Carpenter & Comp­any, fyr­ir­tæk­is­ins sem reis­ir hót­elið, vildi þó ekki tjá sig um málið við fréttamann blaðsins.

Stikkorð: Gates Bill