Fréttavefur Reuters greinir frá því í dag að Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi Microsoft muni á morgun föstudag hætta í fullu starfi hjá félaginu.

Reuters segir að Gates muni einbeita sér að fjárfestingum á tæknisviði auk þess sem hann mun sinna Bill & Melinda Gates Foundation, sem eins og nafnið gefur til kynna er góðgerðasjóður stofnaður af Gates hjónunum, í fullu starfi.

Bill Gets, sem lengi vel var ríkast maður heims áður en Warren Buffet og Carlos Slim veltu honum af stalli er nú 52 ára gamall

Gates mun áfram sitja sem stjórnarformaður Microsoft en hann á tæplega 9% hlut í félaginu sem metinn er á um 23 milljarða Bandaríkjadali að sögn Retuers.

Bill Gates forritaði sína fyrstu tölvu aðeins 13 ára gamall þegar hann hannaði stundartöflu forrit fyrir skólann sinn. Í framhaldi af því fór hann að „fikta“ við forritun og tölvuhönnun enda hafði hann trú á því að innan fárra ára myndi maðurinn nota tölvu í sívaxandi mæli.

Einhver kann að halda að Gates hafi haft rétt fyrir sér en hér má sjá frétt Reuters.