Warren Buffett hafði þann sið í áratugi, að bjóða árlega til sín fjárfestum til að ræða hin ýmsu fyrirtæki og fjárfestingartækifæri. Upphaflega kallaði hann þetta Graham hópinn, í höfuðið á lærimeistara sínum, Ben Graham.

Hópurinn hafði stækkað  mikið á áttunda áratugnum og meðal gesta árið 1991 var Bill Gates, stofnandi Microsoft og nú ríkasti maður Bandaríkjanna.

Allir gestirnir völdu sér uppáhalds hlutabréf. Bill Ruane, sem starfaði á Wall Street og vinur Buffett til margra ára, spurði þá hvað mönnum fyndist um Kodak.

Kodak myndavélafilma.
Kodak myndavélafilma.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Svar Gates var einfalt: "Kodak er búið að vera." Þetta kom öllum á óvart, ekki síst Buffett. Gates útskýrði í framhaldinu að tölvutæknin myndi taka yfir af filmunni.

Þetta reyndist rétt og hefur Kodak átt við verulega erfiðleika að stríða í tæpa tvo áratugi. Í gær lækkuðu hlutabréf fyrirtækisins um 54% vegna fregna um að félagið væri á leið í gjaldþrot. Því hefur stjórn félagsins neitað.

Þetta kemur fram í ævisögu Warren Buffett, Snjóboltinn (e. Snowball) eftir Alice Schroeder.

Vinirnir Bill Gates og Warren Buffett.
Vinirnir Bill Gates og Warren Buffett.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)