Bill Gates er ríkasti maður í heimi samkvæmt nýbirtum lista viðskiptatímaritsins Forbes, en hann hefur vermt toppsætið í 16 af síðasta 21 ári.

Samkvæmt listanum óx auður hans um 3,2 milljarða dala, jafngildi 427 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári og nemur hann í heild sinni 79,2 milljörðum dala. Fjárhæðin samsvarar 10.500 milljörðum íslenskra króna.

Í öðru sæti situr hinn mexíkóski Carlos Slim Helu en auðæfi hans eru metin á 77,1 milljarð dala. Þá endurheimtir bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett þriðja sæti listans með 72,7 milljarða dala, en í fjórða sæti situr hinn spænski Amancio Ortega með 64,5 milljarða dala. Í fimmta sæti situr Larry Ellison með 54,3 milljarða.

Eins og VB.is greindi frá fyrr í dag kemst Björgólfur Thor Björgólfsson aftur á listann og situr hann í 1415. sæti hans. Auðæfi hans eru metin á 1,3 milljarða dala.