Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, segir að viðleitni ríkisstjórna í löndum á borð við Kína til að ritskoða upplýsingaskipti á netinu sé dæmd til að mistakast þegar til lengri tíma sé litið.

„Ég sé enga hættu á því nú að einhver muni hindra frjálst flæði upplýsinga á netinu. Maður getur ekki stjórnað netinu,“ sagði Gates í fyrirlestri við Stanford-háskólann.

Undanfarin ár hefur Kína haft sig mikið í frammi við að ritskoða netnoktun þegna sinna og hafa fyrirtæki á borð við Microsoft og Google verið gagnrýnd harkalega fyrir að láta undan kröfum kínverska ríkisins. Gates segir að viðskiptalífið geri kröfur um málfrelsi og muni því vinna gegn öllum hindrunum þar á.