Bill Gates, annar ríkasti maður heims, vill sækja meira fé til að verja til heilbrigðismála.

Bill Gates hefur bent á að mörg ríki í þróunarlöndunum, sem glíma við mikinn skuldavanda, komi tli með að draga úr fjárframlögum til heilbrigðismála. Hann segir í samtali við Wall Street Journal að spurningin sé að hvernig hægt sé að auka hóflega framlög til heilbrigðismála svo að t.d. fólk sem þurfi á lyfjum gegn alnæmi fái þau.

Bill Gates bendir á hversu mikinn árangur sjóður hans hefur náð í að berjast gegn banvænum sjúkdómum í þróunarríkjunum og segir að verri efnahagur sé enginn afsökun fyrir stjórnvöld til að draga úr framlögum þeirra til almenns heilbrigðis.

Bill Gates kemur til með að vera á World Economic Forum í Davos í Swiss og ætlar sér að ná til þeirra sem hafa yfir miklum fjármunum að ræða, sérstaklega stjórnvalda, við að safna fé til að bregðast við heilsufarsvandamálum í þróunarlöndunum.