*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Erlent 3. maí 2021 20:52

Bill og Melinda Gates að skilja

Gates hjónin skilja eftir 27 ára hjónaband.

Ritstjórn
Melinda og Bill Gates.
epa

Bill og Melinda Gates hafa tekið ákvörðun um að skilja eftir 27 ára hjónaband. Þau hafa verið áberandi í góðgerðastarfi undanfarna áratugi í gegnum stærstu góðgerðasatök heims, Bill & Melinda Gates Foundation, sem þau stofnuðu árið 2000. Þau hafa heitið því að gefa megnið af auðæfum sínum, sem byggja að mestu á hlut þeirra í Microsoft, til góðgerðamála.

Bill og Melinda kynntust hjá Microsoft árið 1987 og giftu sig árið 1994. Í yfirlýsingu frá hjónunum kemur fram að þau muni áfram starfa saman í gegnum samtökin sem gefið hafa um 50 milljarða dollara til góðgerðamála.

Bill Gates er fjórði ríkasti maður heims samkvæmt auðmannalista Forbes en auður hans er metinn á 130 milljarða dollara. Ekki liggur fyrir hvernig verðmætunum verður skipt milli hjónanna.