Billjón dala (e. $1 trillion) eignarstýringarfyrirtæki varð til í gær þegar fjárfestingabankinn Merrill Lynch samþykkti að sameina eignarstýringareiningu sína bandaríska eignarstýringarfyrirtækinu BlackRock.

Eignir sameinaðs félags samsvara 63,7 billjónum íslenskra króna

Nýja fyrirtækið mun verða starfrækt undir merkjum BlackRock, sem var stofnað árið 1988 af forstjóra félagsins, Lawrence Fink. Félagið varð fljótlega eitt af stærstu eignarstýringarfyrirtækjum Bandaríkjanna.

Merrill Lynch mun eignast 49,8% eignarhlut sameinuðu fyrirtæki og hinn 53 ára gamli Fink mun stjórna nýja fyrirtækinu.