Um kl. 14.20 í dag kom upp bilun í búnaði þar sem Farice-1 sæstrengurinn nær landi í norðurhluta Skotlands. Þessi hluti kerfisins er ekki inn á hringtengingunni sem hefur aukið öryggi Farice-1 til mikilla muna og varð bilunarinnar því strax vart hérlendis. Sökum þessa hefur öll umferð um strenginn stöðvast uns viðgerð hefur farið fram sem búist er við að ljúki í kvöld.

Þess má geta að tvívegis hafa komið upp bilanir síðan sk. hringtenging var sett upp, en sakir þess hvernig þessi tenging er uppbyggð hefur þeirra ekki orðið vart hér heima.