Bilun í prentsmiðju olli því að aðeins helmingur fyrirhugaðs upplags fríblaðsins Nyhedsavisen kom út, segir í frétt Børsen.

Blaðið kom út í 250 þúsund eintökum í stað 500 þúsund. Blaðið kom út í fyrirhuguðu upplagi í Óðinsvé og Árhúsum, en bilunin kom niður á dreifingu í Kaupmannahöfn.

Ritstjóri Nyhedsavisen, Morten Nissen Nielsen segir að bilunin sé að sjálfsögðu ergjandi, en tekur jafnframt fram að vandræðin hafi ekkert með dreifingarleiðir blaðsins að gera. Hann segist vænta þess að prentunin muni líta betur út á morgun, en gat ekki gefið upp hvenær full dreifning kæmist á.

Einnig hefur komið í ljós að netútgáfa fríblaðsins virkar ekki og liggur ekki fyrir hvenær hún kemst í lag.