Þriðja kynslóð snjallsíma Samsung, Galaxy S3 fer í verslanir í Evrópu í dag. Búist er við að síminn verði enn vinsælli en fyrri útgáfa sem seldist í um 20 milljónum eintaka.

Fjallað er um upphaf sölu símans á vefsíðu Reuters í dag. Haft er eftir talsmanni Vodafone að aldrei hafa fleiri forpantað snjallsíma.

Samsung á í harðri samkeppni við Apple á markaði snjallsíma en símar Samsung notast við Android stýrikerfi. Fram kemur í frétt Reuters að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Samsung alls um 44,5 milljónir snjallsíma. Það jafngildir um 21.000 síma á klukkustund. Markaðshlutdeild fyrirtækisins á snjallsímamarkaði er um 30,6%. Á sama tíma seldi Apple 35,1 milljón iPhone, sem samsvarar um 24,1% markaðshlutdeild.