Róbert Wessmann forstjóri Actavis mun ekki tjá sig um yfirtökutilboð Novators í félagið fyrr en eftir að stjórnin kemur saman. Stjórnin kemur saman eins fljótt og hægt er og verður tilkynning send út strax í kjölfarið. Það verður á allra næstu dögum. Líklegt er að Novator komi með bindandi tilboð í Actavis mjög fljótlega eða á næstu sjö til tíu dögum. Tilboðið sem nú liggur fyrir er ekki bindandi.

Ljóst er að til þess að geta skráð Actavis af markaði þarf Novator að taka yfir 2/3 af hlutafé félagsins eða 67%. Eins og staðan er nú á Novator 38,5% í félaginu.