Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ráðherra ferðamála bindur vonir við að innanlandsflug frá Keflavík muni færast í aukanna til að tryggja betri dreifingu ferðamanna um landið. Segir hún flugið sérstaklega mikilvægt yfir vetrarmánuðina þar sem fólks yfir vetrarmánuðina sé almennt öðruvísi en á sumrin þar sem fólk dvelur á landinu í skemmri tíma. Því sé en mikilvægara að flugsamgöngur séu greiðar og fólk geti komist á áfangastað á sem stystum tíma með sem minnstri fyrirhöfn. Þetta kemur fram í frétt Túrista .

Ráðherrann bindur vonir við það að flugleiðin frá Keflavík til Akureyrar sé kominn til að vera  og að vonandi verði hægt að fljúga á fleiri staði í framhaldinu eins og Ísafjörð og Egilsstaði.

Í febrúarlok hóf Air Iceland Connect reglulegt áætlunarflug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Áður hafði reglulegt flug milli Akureyrar og Keflavíkur einungis verið í boði yfir sumarmánuðina. Samkvæmt frétt Túristi.is kemur frama að í lok apríl höfðu 2700 farþegar nýtt sér þetta flug og voru sjö af hverjum tíu farþegar útlendingar.