Bing, leitarvél Microsoft hefur nú náð 20 prósent markaðshlutdeild á leitarvélamarkaði í Bandaríkjunum. Leitarvélin fór í fyrsta sinn yfir 20 prósenta múrinn í mars mánuði.

Bing var kynnt árið 2009 en síðan þá hefur hún náð annarri stærstu markaðshlutdeild á þessum markaði.

Google er þó ennþá leitarvélin með stærstu markaðshlutdeild, sér í lagi í Evrópu, en leitarvél Microsoft er að vaxa í vinsældum. Markaðshlutdeild Google er 64,4% nærri þreföld Microsoft sem er 20,1%, leitarvélin Yahoo er með þriðju stærstu markaðshlutdeild, eða 12,7%.