Aðeins eitt fyrirtæki greiðir hærri laun og bónusgreiðslur en lögmannsstofan Bingham McCutchen í Bandaríkjunum, samkvæmt lista Fortune tímarritsins yfir þau fyrirtæki sem greiða hæstu launin. Meðallaun eru um 229 þúsund dalir, eða rúmlega 28 milljónir króna á mánuði. Fortune segir að það séu helst bónusgreiðslur sem skýri góð launakjör.

Lögfræðingar Bingham starfa um allan heim. Þeir hafa meðal annars unnið hér á landi, fyrir hönd erlenda kröfuhafa bankanna.