Bíó Paradís fór á dögunum af stað með fjáröflunarverkefnið „Bíó Paradís seeks friends“ sem á íslensku gæti útfærst sem „Bíó Paradís leitar vina.“

„Tilgangurinn með verkefninu er í raun að safna fjármunum til þess að styðja við starfsemina. Við viljum þannig fjármagna endurbætur á húsinu auk þess að efla markaðsstarf okkar með það fyrir augum að auka ásókn á sýningar kvikmyndahússins. Þá lítum við líka á þetta sem gott tækifæri til þess að safna að okkur vinum og velgjörðarmönnum,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrástjóri Bíó Paradís.

Gerist velgjörðarmenn bíósins svo rausnarlegir að þeir geti hugsað sér að styrkja kvikmyndahúsið með upphæðum frá 10.000 - 60.000 Evrum eða sem nemur á bilinu 1,3 - 8,1 milljón króna þá mun Bíó Paradís nefna einn af kvikmyndasölum sínum eftir viðkomandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Í skemmtilegu viðtali líkir Bubbi stórlaxaveiði við að mæta Tyson í hringnum.
  • Útkoma vogunarsjóða af viðskiptum sínum við íslensku bankana.
  • Áhrif eldgosa á flugumferð.
  • Íslenskt súkkulaði á leið til Sviss.
  • Árangur ríkisstjórnar í skuldalækkun.
  • Bókfært virði Þjóðkirkjunnar er töluvert.
  • Guðrún Hafsteinsdóttir í Kjörís og formaður Samtaka iðnaðarins fjallar um útrás fyrirtækisins í ítarlegu viðtali.
  • Sala lúxusbíla eykst enn.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um þrepaskipt skattkerfi.
  • Óðinn fjallar um íbúðamarkaðinn.