Birgðastaða heildsala í júlímanuði jókst umfram spár sérfræðinga á Wall Street og sala minnkaði vegna minnkandi eftirspurnar eftir bílum, vélavarningi og bensíni.

Samkvæmt viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna jukust birgðir um 1,4% í júlí en aukningin nam 0,9% í júní. Spár höfðu gert ráð fyrir 0,6% aukningu í júlí. Sala heildsala féll um 0,3% í mánuðinum en 3% aukning var í júnímánuði.

Verri birgðastaða er fyrst og fremst rakin til verðhækkana.