Ungir Kínverjar hafa í auknum mæli snúið baki við láglaunastörfum hjá framleiðslufyrirtækjum. Þetta hefur m.a. komið niður á fyrirtækinu Foxconn, sem framleiðir iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur fyrir Apple.

Breska dagblaðið Financial Times segir stjórnendur Foxconn hafa gripið til ýmissa ráða til að koma í veg fyrir að skortur á starfsfólki bitni á framleiðslunni s.s. með aukinni sjálfvirkni. Haft er eftir Terry Gou, stofnanda Foxconn, að ungt fólk leiti nú frekar í léttari störf á borð við þau í þjónustu og hjá netfyrirtækjum.

Rifjað er upp að fyrir nokkru voru stjórnendur Foxconn gagnrýndi fyrir lélegan aðbúnað starfsmanna og láglaunastefnu. Í Financial Times segir að búið sé að bæta úr því og hækka launin.