Birgir S. Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins í gær.

Þá voru tveir aðrir stjórnarmenn endurkjörnir til tveggja ára, þau Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis, og Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is - Skakkaturns.

Nýr stjórnarmaður var kjörinn til eins árs, Hannes Jón Helgason framkvæmdastjóri og eigandi Reykjafells. Hann kemur í stað Halldórs Haraldssonar, framkvæmdastjóra Smith og Norland, sem kjörinn var til tveggja ára á síðasta aðalfundi en óskaði eftir að hætta stjórnarsetu.

Auk þessara fjögurra sitja í stjórn í ár til viðbótar þau Anna Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri hjá Pipar TBWA, og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, en þau voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi 2014.