Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Rætt verður við Birgi Ísleif um nýtt álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nýlega kynnti sér íslensk efnahagsmál. Að því loknu verður rætt við Sigurð Ágústsson, framkvæmdastjóra Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Sigurður er staddur úti í Danmörku en þar fara nú fram tveir þriðju af starfsemi félagsins en það var að ljúka kaupum á dönsku fyrirtæki.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt við Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóra eldsneytis hjá Olíufélaginu, en undanfarið hafa íslenskir neytendur orðið varir við miklar hækkanir á olíuverði í kjölfar hækkanna á heimsmarkaðsverði. Í lok þáttarins hringjum við í Þórð Friðjónsson, forstjóra Kauphallar Íslands, en hann er nú staddur úti í Færeyjum þar sem verið er að ganga frá skráningu fyrsta færeyska félagsins í Kauphöllina.