*

föstudagur, 14. maí 2021
Fólk 12. apríl 2021 13:19

Birgir Jónsson verður forstjóri Play

Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Póstsins, tekur við sem forstjóri Play.

Ritstjórn
Birgir Jónsson er á leiðinni í fluggeirann á ný.
Haraldur Guðjónsson

Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Póstsins, tekur við sem forstjóri Play. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi Play í morgun að því er Túristi greinir frá.

Birgir var árin 2004 til 2006 forstjóri Iceland Express og árin 2014 til 2015 aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Wow air. Þá lét hann að störfum á síðasta ári sem forstjóri Póstsins eftir ríflega ár í starfi.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá aðkomu Birgis að Play í mars. Þá kom fram að Birgir hefði verið orðaður við forstjórastól félagsins eftir að hafa verið félaginu innan handar sem ráðgjafi. 

Sjá einnig: Play á markað?

Þá greindi Viðskiptablaðið frá því að félagið hyggði á skráningu á First North markaðinn á næstunni samhliða því að ætti að ljúka fjármögnun félagsins.

Arnar Már Magnússon, hefur gengt starfi forstjóra Play frá því að félagið tilkynnti að senn tæki það á loft á blaðamannafundi í nóvember árið 2019.

Stikkorð: Birgir Jónsson Play Fly Play