Birgir Stefánsson hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri í erlendum fjárfestingum Íslandssjóða. Birgir starfaði áður hjá EFG Asset Management í London þar sem hann stýrði uppbyggingu á vöruframboði bankans í framtakssjóðum. Áður starfaði Birgir sem sjóðsstjóri erlendra fjárfestinga fyrir LSR lífeyrissjóð í tæp 9 ár.

Birgir lauk meistaragráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum 2006 og BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2002. Auk þess hefur Birgir sinnt kennslu hjá Háskóla Íslands samhliða vinnu hjá LSR og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Birgir er kvæntur Hildi Sigursteinsdóttur og eiga þau saman tvær dætur.