Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hafnar því sem fullyrt var í frétt í Fréttablaðinu í gær að hann hefði „upp á sitt einsdæmi setið á“ og „neitað að gera opinbera“ greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol frá árinu 2018, „vegna andstöðu fjármálaráðuneytisins“.

Greinargerðin hefur enn ekki verið opinberuð en forsætisnefnd hugðist afhenda Viðskiptablaðinu greinargerðina í apríl á síðasta ári.

„Andstaðan sem kom fram í fyrra, þegar við höfðum í hyggju að birta greinargerðina, kom annars vegar frá ríkisendurskoðanda og hins vegar frá stjórn Lindarhvols – það liggur fyrir í þessu. Málið er ennþá til umræðu í forsætisnefnd sem hefur ekki komist að niðurstöðu,“ segir Birgir í samtali við Viðskiptablaðið.

„Við höfðum verið að ræða málið og fara yfir forsögu þess. Það hafa verið skiptar skoðanir í forsætisnefnd, það er ekkert launungarmál,“ segir Birgir.

Fréttin birtist í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.