Birgir Stefánsson hefur tekið til starfa í eignastýringu Gildis-lífeyrissjóðs. Hann hefur 12 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og kemur til liðs við Gildi frá Íslandsbanka þar sem hann gegndi starfi forstöðumanns fyrirtækja- og fagfjárfestaþjónustu VÍB.

Áður var Birgir verkefnistjóri uppbyggingar á þjónustu framtakssjóða hjá svissneska einkabankanum EFG í London um tveggja ára skeið og þar áður starfaði hann í átta ár við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.