*

mánudagur, 6. desember 2021
Fólk 15. október 2021 10:57

Birgir til Play

Birgir Olgeirsson lætur af störfum hjá Sýn um mánaðamótin og tekur við sem sérfræðingur í almannatengslum hjá Play.

Ritstjórn
Birgir Olgeirsson verður sérfræðingur í almannatengslum hjá Play. Myndin er samsett.

Fréttamaðurinn Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play. Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Þar kemur fram að Birgir láti af störfum um mánaðarmótin en Birgir er með þrettán ára reynslu af fjölmiðlastörfum og hefur starfað á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar síðustu sex ár, meðal annars við fréttaskýringaþáttinn Kompás.

Á meðal verkefna Birgis á nýjum slóðum er að kynna Play á erlendum mörkuðum, sjá um samskipti við almannatengslastofur og fjölmiðla ásamt því að taka þátt í markaðsstarfi félagsins.

Birgir er annar fréttamaðurinn sem Play sækir til fréttastofu Stöðvar 2, en Nadine Guðrún Yaghi var í sumar ráðin samskiptastjóri Play.

Stikkorð: Play Sýn Birgir Olgeirsson