Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það komi sér ekki á óvart að kjósendur Pírata borði öðruvísi mat á aðfangadag en flestir aðrir landsmenn.

Niðurstöður skoðanakönnunar sem MMR gerði á þeim mat sem landsmenn borða á aðfangadag sýnir að flestir, eða rétt tæplega helmingur, borða hamborgarhrygg. Niðurstöður voru greindar eftir stjórnmálaskoðunum og sýndu þá að Píratar eru líklegir til að borða eitthvað allt annað en hamborgarhrygg, rjúpur, kalkún eða annað hefðbundinn jólamat.

Birgitta segist aldrei borða það sama á aðfangadagskvöld. „Ég er grænmetisæta og er alltaf með einhverja tilraunastarfsemi bara,“ segir Birgitta. Hún segist yfirleitt verja aðfangadagskvöldi með sonum sínum tveimur. Þeir séu líka grænmetisætur. „Hann er aðeins farinn að borða fisk þessi yngri, en hinn er enn meira hardcore en ég,“ segir Birgitta.