Birgitta Jónsdóttir fyrrum kafteinn Pírata og þingflokksformaður segist ekki ætla að bjóða sig fram að nýju. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. „Ég ætla ekki að halda áfram eftir þetta kjörtímabil, sama hvort það verður stutt eða langt. Það er ekki hollt að vera of lengi á þingi, sama hvað fólk segir,“ segir Birgitta.

„Enginn er ómissandi og sannarlega ekki ég. Mín bíða ótal verkefni sem kraftar mínir nýtast betur til en upplýsi um það nánar þegar nær dregur.“ Birgitta segir nú að hún hafi ætlað sér að hætta á þingi eftir síðasta kjörtímbil en hún hafi gefið kost á sér til að miðla þekkingu til stórs hóps nýrra Pírata sem skorti reynslu af þingstörfum.

Segir stöðugleika sama og stöðnun

„Ég er hræddust við stöðnun. Fólk þarf að hætta að vera hrætt við breytingar því lífið er samfelld breyting og ekki til neinn stöðugleiki,“ segir Birgitta. „Stöðugleiki merkir stöðnun og allir sem horft hafa á vötn sem fá ekki ferskt vatn í sig horfa upp á lífríkið smám saman súrna og deyja.“

Birgitta hefur mikinn áhuga á geðheilbrigðismálum. „Ég hef litið á mig sjálfa sem samfélagslegt tilraunadýr, því ef eitthvað getur mögulega farið úrskeiðis þá fer það alltaf úrskeiðis hjá mér,“ segir Birgitta jafnframt.

„Við verðum að búa til skjótvirka geðheilbrigðisstefnu sem virkar frá vöggu til grafar. Það er hrikalegt hvað margir falla á milli og hvað lítið þarf til úrlausna. Með nokkrum litlum aðgerðum gætum við losað fólk við ótta, kvíða og óþægindi og veitt þeim stuðning sem á þurfa að halda til að vera virkir í samfélaginu,“