„Ég vonaðist til að hinir ungu formenn stjórnarflokkanna tækju tillit til þess að maður má ekki svíkja börnin sín með engum fyrirvara. Það má gera það með löngum fyrirvara,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata. Hún undraðist á Alþingi í dag að þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, finnist í lagi að funda á Alþingi fram á kvöld og um helgar. Stjórnarandstæðingar voru almennt mótfallnir þeirri tillögu sem lögð var fram á þinginu að funda í kvöld. Árni Páll Árnason, formaður Samfykingarinnar, taldi það einsdæmi að fundað væri á föstudagskvöldi.

Róbert Marshall rifjaði m.a. upp að Alþingi hafi ekki verið sagður nógu fjölskylduvænn vinnustaður .