Nýi fjölmiðillinn Stundinn, sem fyrrverandi blaðamenn DV hafa stofnað, stendur fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund . Ekki er hægt að segja annað en að söfnunin hafi farið vel af stað, en á fyrstu tólf klukkustundunum sótti þessi nýi fjölmiðill sér meira en milljón króna. Núna hefur hann náð 80% af markmiði sínu og safnað um 3,7 milljónum króna.

Á síðu Karolina Fund er hægt að nálgast lista yfir þá sem hafa lagt Stundinni lið með peningagjöf. Meðal þeirra sem hafa styrkt þennan nýja miðil eru Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og Herdís Þorgeirsdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.

Þá er hægt að sjá fleiri nöfn einstaklinga sem hafa látið sig stjórnmál varða í gegnum árin. Meðal þeirra eru til dæmis Lára Hanna Einarsdóttir, bloggari, Svavar Knútur Kristinsson, tónlistarmaður og mótmælandi, Aðalheiður Ámundadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Pírata og Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum.

Hægt er að sjá listann í heild sinni hér .