Birkir Hólm Guðnason, forstjóri flugfélagsins Icelandair, telur að almennt dæmi útlendingar ekki Ísland. „Ég held ekki,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag.

Það verður ekki fram hjá því litið að Ísland hefur verið málað dökkum litum í fjölmiðlum erlendis.

Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markarðssviðs Icelandair, telur að íslensk fyrirtæki í Bretlandi líði fyrir umfjöllunina – mun frekar en Ísland sem ákvörðunarstaður.

„Staða Íslands erlendis hefur breyst. Það er okkur mikið áhyggjuefni. Fyrir það eitt að vera íslenskt fyrirtæki höfum við kannski lent í smá erfiðleikum með samtarfsaðila okkar.  Og við höfum þurft að verja okkur í fjölmiðlum,“ sagði Birkir Hólm.

Icelandair leggur nú ríka áherslu á að laða erlenda ferðamenn til landsins.  Birkir segir að það gangi ágætlega .„Meðal annars á Bretlandi,“ sagði hann.

Birkir nefnir þó að það hefur gengið erfiðlega að fá danska ferðamenn til landsins.