Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að fjölgun vetrarferðamanna sé ódýrasta og fljótvirkasta leiðin til atvinnusköpunar. Þetta sagði Birkir á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun.

Á fundinum var staða atvinnumála rædd. Birkir lagði til sameiginlegs átaks aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda til að auka straum ferðamanna yfir vetrartímann. Ráðast þurfi í auglýsingarherferð, líkt þeirri sem´var gerð í kjölfar eldgossins. Þá geti stjórnvöld ýtt undir ferðamannastraum yfir vetrartímann með því að fella niður skatta á tímabilinu nóvember-mars.

Hann sagði sóknartækifærin gríðarlega mörg og efnivið þegar til staðar þar sem mikið er um að vera á sumrin. Birkir benti á að ferðamannaiðnaðurinn sé burðarás atvinnulífsins, ásamt sjávarútvegi og áliðnaði. Tæplega tíu þúsund starfi í ferðamannageiranum, samanborið við tæplega átta þúsund í sjávarútvegi og 1400 í áliðnaði. Hlutfall ferðaiðnaðar sé 4,5% af landsframleiðslu og sé 6,3% hjá sjávarútvegi og 3% hjá áliðnaði. Þá komi 20% af gjaldeyristekjum í gegnum straum ferðamanna.