Hagnaður Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi nam 6,4 milljörðum króna og 14,7 milljörðum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Kom þetta fram þegar afkoma bankans var kynnt í höfuðstöðvum hans í dag. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segist afar ánægð með upppgjörið en helstu tíðindi þess að hennar mati er mikil útlánaaukning bankans auk þess sem að hann hefur dregið verulega úr kostnaði.

Kostnaðarlækkun Íslandsbanka kemur víða að að sögn Birnu en nú hefur bankinn við það að ljúka umsvifamiklu endurskipulagningarferli. Starfsmönnum hefur fækkað nokkuð á milli ára en Birna gerir ekki ráð fyrir að frekari hagræðing komi eingöngu niður á starfmannahliðinni á næstunni.

VB Sjónvarp ræddi við Birnu.