Það eru áhrifamiklar konur sem leiða veginn þegar horft er til atvinnulífs og þjóðmála. Margar þeirra eru fyrstu konurnar sem sinna sínum störfum og leiða því veginn fyrir aðrar konur. Viðskiptablaðið ásamt stórum hópi álitsgjafa hefur valið tíu áhrifamestu konur Íslands.

Efst á listanum er Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, en hún hefur leitt uppbyggingu bankans frá því í lok árs 2008. Hún var áður framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála Íslandsbanka og vann einnig í sex ár að markaðsmálum hjá Royal Bank of Scotland. Birna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá Háskólanum í Edinborg.

Guðbjörg M. Matthíasdóttir, aðaleigandi og stjórnarmaður í Ísfélagi Vestmannaeyja, kemur þar á eftir en Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS og eina konan sem stýrir skráðu félagi í Kauphöllinni, er þriðja áhrifamesta konan.

Áhrifamestu konurnar

1. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
2. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja
3. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
4. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
5. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
6. Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já
7. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi
8. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel
9. Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1
10. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Nánar er fjallað um áhrifamestu konur landsins í Áhrifakonum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .